^ Tuskufíllinn sem fylgist með mér teikna á kvöldin. Það er búið að vera mikið að gera í vinnunni, og lítill tími fyrir hugmyndir og krot. Bæti vonandi bráðum úr því.
Gamalt bauk sem ég rakst á. Mér er of kalt á puttunum til að teikna, sorry með það. En það er þá allavega viðeigandi að pósta einu góðu vetrar-hiphoppi núna.
Þetta er síða sem reynir að koma bara með góðar fréttir. Þarna eru oft skemmtileg infographics líka - tékk it! http://www.good.is/ (ekki íslensk þrátt fyrir .is-ið)
Annað artworkið mitt fyrir DansiDans hlaðvarpið. Einfalt og fínt bara. Ég er ekki alveg kominn með það á hreint hvort þetta séu leiserar sem skjótast úr höndunum á gaurnum eða lopaþræðir að flækjast. Læt vita þegar ég veit meira um málið.
Teikning sem ég var að gera fyrir Dansidans, nánar tiltekið fyrir hlaðvarps-mixið hans Árna Kristjáns. Mixið er auðvitað fáránlega gott og boogie-bangin', og hægt að ná í hérna á síðunni.